Þessa dagana stendur yfir stórt þema í Grundaskóla þar sem öllum árgöngum skólans er blandað saman í vinnuhópa þannig að í hverjum hópi eru nemendur úr öllum árgöngum skólans. Fjölbreytt vinna á sér stað þar sem unnið er út frá boðskap myndarinnar: Fríða og Dýrið þar sem við meðal annars geturm lært að fjölskyldan skiptir öllu máli og að útlit skiptir ekki mestu máli.
Eitt af því sem allir nemendur taka þátt í er að læra nokkra dansa því þemavikunni lýkur með stórri hátíð n.k. fimmtudag þar sem meðal annars verður stiginn dans. Meðfylgjandi myndband sýnir Gullu og Helenu leiða nemendur áfram í dansinum.
Danskennsla - Myndband
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is