Frímínútur á unglingastigi - frjáls tími eða kennslustund?

Skólaárið 2024-2025 var ákveðið að skipuleggja formlegt starf í frímínútum þar sem unnið er ýmsa þætti s.s.  samskiptafærni, félagslega leiðsögn, leiki o.m.fl.  Hilmar Halldórsson var ráðinn í starf þar sem frímínútur eru hugsaðar sem kennslustund en ekki bara frjáls tími. Í samstarfi við fulltrúa í nemendaráði Grundaskóla er unnið með ákveðnar áherslur á hverju degi og reynt að auka samskipti nemenda í skólanum og félagslega virkni.

Í Grundaskóla hefur lengi verið sú regla að einkasímar og snjalltæki eru óþörf. Nemendur geyma slík tæki í skólatöskum eða bara heima. Allir nemendur á unglingastiginu fá afhentar öflugar fartölvur til að nýta í náminu og tæki í einkaeigu því óþörf.

Skipulagt starf í frímínútum tengist einnig áherslum skólans sem nefndur er „Opni skólinn.“ Byggt er á styrkleikum og áhugamálum nemenda sem og áskorunum sem skólastarfið stendur frammi fyrir. Við viljum auka þátttöku nemenda og virkni. Með því að rjúfa mörk frjáls tíma og kennslustunda hefur skapast skemmtileg og uppbyggileg menning í skólanum.

Niðurstöður frá haustfundum 8. – 10. bekkur – foreldrar og börn

Kostir við símalausar frímínútur

  • Betri og meiri samskipti
  • Meiri virkni í frímínútum, nýta tímann í að vera í borðtennis, spilum, leikjum og að vera úti í fótbolta eða körfubolta
  • Minna áreiti
  • Minna stress
  • Betri athygli
  • Auðveldara að vera maður sjálfur
  • Eiginlega allt jákvætt við símalausan skóla
  • Fleiri leikir í frímínútum
  • Verður ekki einangraður
  • Dregur úr kvíða
  • Gefur hvíld frá áreiti
  • Nemendur tala meira saman
  • Minna talað illa um fólk
  • Kynnast fleiri nemendum
  • Ekki verið að taka myndir í laumi eða myndbönd
  • Meiri leikur og samvera

Hér má sjá svipmyndir úr frímínútum: