Í frístundavalinu gefst foreldrum og börnum tækifæri til þess að vinna saman að ýmsum uppbyggilegum verkefnum.
Markmiðið með frístundavalinu er að auka fjölbreytni námsframboðs/félagsstarfs og gefa foreldrum og nemendum tækifæri til að vinna saman að skemmtilegum viðfangsefnum.
Fyrir hverja: Frístundavalið er hluti af félagsstarfi Grundaskóla og er hugsað fyrir nemendur í 1. – 10. bekk. (nemandi + foreldri)
Hvað er í boði: Í gegnum árin höfum við boðið upp á ýmis valtilboð í frístundavali. Til þessa hefur eftirspurn og kostnaður ráðið mestu varðandi valtilboðin. Nemendaráð eða foreldrafélag skólans ræðir hvaða frístundavalstilboð er óskað eftir en einnig hafa kennarar eða foreldrafulltrúar árganga stungið upp á nýjum tilboðum.
Þátttökugjaldi er stillt í hóf og getur kostnaður verið mismunandi eftir námskeiðum. Grundaskóli niðurgreiðir kostnað við námskeiðin og eru foreldrar/forráðamenn og nemendur hvattir til þess að taka þátt.
Skráning þátttakenda á námskeið fer fram á skrifstofu Grundaskóla á opnunartíma alla virka daga. Við skráningu skal greiða þátttökugjald og er greiðslukvittun staðfesting á þátttöku einstaklinga á viðkomandi námskeiði.
Hvernig auglýst: Nemendaráð og skólastjórnendur halda utan um frístundavalið. Kynning á nýjum valtilboðum fer fram á Weduc – samskiptakerfi Grundaskóla.
Hefurðu áhuga á að taka þátt: Ef einhver veit um skemmtilegt námskeið sem hentar fyrir frístundaval þá væri gaman að heyra af því. Jafnframt ef það er einhver sem hefur áhuga að standa að slíku námskeiði þá er hin sami beðinn að setja sig í samband við skólastjórn.
Lýsing á valtilboði: Eftirfarandi upplýsingar eru ávallt settar fram í hverju valtilboði:
Hugmyndir sem hafa komið upp um hugsanlegt frístundaval:
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is