Árgangur 1971 stóð fyrir áheitastökki í Akraneshöfn laugardaginn 1. maí sl. Safnað verður fyrir, Sveinbjörn Reyr, sem slasaðist alvarlega á síðasta ári. Safnað verður fyrir sérsmíðuðu, handknúnu reiðhjóli handa Svenna sem kostar um tvær milljónir króna komið til landsins.
Starfsfólk Grundaskóla tók áskorun með því að senda fulltrúa í stökkið og leggja átakinu lið með fjárframlagi. Grundaskóli er öflugur vinnustaður með rúmlega eitt hundrað starfsmenn. Við erum vön að leggja góðum málefnum lið og látum ekki okkar eftir liggja í þetta skiptið frekar en oft áður. Vegna sóttvarna geta ekki allir stokkið og við sendum því öfluga útvalda fulltrúa fyrir okkar hönd. Hér má sjá tólf fulltrúa eða sem nemur einum fyrir um hverja tíu starfsmenn.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is