Fundur með foreldrum/forráðamönnum verðandi 1. bekk 2021

Ágætu foreldrar/forráðamenn verðandi nemenda í 1. bekk 

 

Haldinn verður fundur með foreldrum/forráðamönnum í sal Grundaskóla miðvikudaginn 18. ágúst   kl. 17:30.  Þar verður farið yfir skipulag í 1.bekk,  þjónustu Frístundar og annað. 

Kennarar í 1. bekk eru Karen Ósk Guðlaugsdóttir, Íris Björg Þorvarðardóttir, Aðalheiður María Þráinsdóttir og Guðlaug Margrét Sverrisdóttir. 

Sótt er um í Frístund rafrænt inn á vef Akraneskaupstaðar. Umsóknareyðublað er undir þjónusta>menntun>frístundaheimili.  

Við vekjum athygli á því að skólinn útvegar öllum nemendum ritföng og námsgögn sem eru geymd í skólanum.  Margir nemendur hafa samt valið að vera með eigið pennaveski.  

 

Við hlökkum til samstarfsins. 

 

Kær kveðja, 

Skólastjórn Grundaskóla