Fyrirlestur 26. október

Fyrirlesturinn sem átti að vera miðvikudaginn 5. október sl. Verður miðvikudaginn 26. október kl. 18.00

Þá mun Vanda Sigurgeirsdóttir halda fyrirlestur fyrir foreldra/forráðamenn um félagsfærni, samskipti og vináttu. Fyrirlesturinn verður á sal skólans kl. 18:00. Fyrirlesturinn er í tengslum við verkefnið Krakkar með krökkum sem Grundaskóli er að fara af stað með í samstarfi við Vöndu. Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að mæta og hlusta á áhugavert efni sem á erindi til okkar allra.