Fyrirlestur um samskipti fyrir unglingadeildina

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Allir bekkir í Grundaskóla vinna að ýmsum verkefnum til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn einelti. Vegna þessa hélt Lúðvík Gunnarsson, deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála í Þorpinu, fyrirlestur fyrir alla unglingadeildina um samskipti og samskipti á netinu. Þar var stiklað á stóru um hvað skiptir máli og hvað beri að varast á hvorum stað fyrir sig. Farið var yfir helstu samskiptamiðlana í dag og leikreglurnar þar. Að lokum ræddi Lúðvík við þau um góðar netvenjur og siði sem allir ættu að tileinka sér.
Fróðlegt og áhugavert erindi um málefni sem allir ættu að tileinka sér.