Fyrirlestur Vöndu Sigurgeirsdóttur um einelti

Starfsfólk Grundaskóla situr nú á fyrirlestri Vöndu Sigurgeirsdóttur, starfsmanns Háskóla Íslands sem fjallar um hvernig vinna megi gegn einelti í skólum og samfélaginu öllu. Vanda vinnur að doktorsverkefni sínu sem einmitt fjallar um meðferð eineltismála. Hér er um mikilvægt mál að ræða sem krefst þess að allir í skólasamfélaginu leggist á eitt við að uppræta eineltið og markmiðið er að öllum líði vel.
Allt starfsfólk Grundaskóla mun vinna að þessu námskeiðsverkefni í dag undir öflugri leiðsögn Vöndu en hún þekkir vel til á Akranesi enda spilaði hún knattspyrnu með kvennaliði ÍA í mörg ár við góðan orðstír.