Fyrsta keppnin í lestrarkeppninni

Fyrsta keppnin í lestrarkeppninni var haldin á miðstiginu í gær, 26.október. Þeir bekkir sem kepptu innbyrðis að þessu sinni voru 6. LK, 6.SÓ og 5.VH. Keppnin er svipuð og Útsvarið og er spurt út úr bókarlista sem nemendur fá á vorin áður en skóla líkur. Þessi keppni er hugsuð sem lestrar hvatning út í sumarið og haustið. Eins og áður var mikil spenna fyrir keppnina sem var jöfn og skemmtileg. 6. LK vann þennan lið en SÓ á möguleika á að komast áfram á stigum. 5. bekkur stóð sig mjög vel sem nýliðar í keppninni????.
Óskum við þeim öllum til hamingju.