Fyrsti í árshátíð hjá fyrsta bekk

Í gær buðu nemendur í fyrsta bekk foreldrum sínum á sína fyrstu árshátíð í sal skólans. Troðið var upp á sviði með dönsum og söng. Mikil tilhlökkun var hjá nemendum fyrir kvöldinu enda búið að æfa mikið. Buðu þau svo uppá í lokin snúða og kaffi fyrir foreldra. Skemmtilegur dagur og vorum við kennararnir mjög stolt af nemendum okkar.