Það er alltaf viðburður þegar ný leiksýning er frumsýnd í skólanum en á fimmtudag og föstudag sýnir leiklistarval Grundaskóla leikverkið Galdrakarlinn í Oz. Hér er um skemmtilegt barnaverk og söguþráð að ræða sem ætti að höfða til okkar nemendahóps.
Fellibylur feykir húsinu hennar Dóróteu til framandi töfralands þar sem hún lendir ásamt hundinum sínum, Tótó. Staðráðin í að komast heim, ákveður Dórótea að leita hjálpar galdrakarlsins í Oz en á leiðinni til hans hittir hún ljón, fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini. Saman lenda þau í spennandi ævintýrum áður en þau ná til hans.
Leiksýningin er að þessu sinni miðuð við nemendur Grundaskóla og alls verða fimm sýningar á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Venjan er að bjóða samstarfsfólki af leikskólunum og við reynum að gera það í ár eftir því sem húsrúm leyfir.
Leiklistarval Grundaskóla er undir verk- og leikstjórn Einars Viðarssonar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is