,,Gaman að vera komin heim"

Heiðrún Sif Garðarsdóttir, meistaranemi er nú í æfingakennslu á yngsta stigi í Grundaskóla. Við hittum Heiðrúnu fyrir stundu þar sem hún var að koma úr kennslu og tókum hana tali.
Hvernig er að vera komin í kennslu? ,,Það er bara dásamlegt, gaman að vera komin aftur heim í skólann sinn." Heiðrún Sif stundaði nám í Grundaskóla á sínum tíma með félögum sínum í hinum fræga árgangi 1983. En hefur ekki mikið breyst í Grundaskóla? ,,já, og nei. Hér eru sömu húsgögnin og þegar ég var á yngsta stiginu en skólinn er orðinn miklu stærri og fjölmennari. Mikið af nýju starfsfólki en innanum samt nokkrir gamlir kennarar sem sáu um mann á sínum tíma. Þá er andinn sá sami og hér er gott að vera." Finnst þér ekkert skrýtið að vera komin aftur í gamla skólann þinn og nú sem kennari? ,,Jú, kannski en það venst fljótt. Kennarastarfið er svo heillandi og það er frábært að vinna með skemmtilegum nemendum og samstarfsfólki. Hér þekki ég vel til þannig að það nýtist mér vel í kennslunni." Af hverju valdir þú þér þennan starfsvettvang? ,,Kennsla og skólastarf er svo heillandi að það val var auðvelt. Það er enginn dagur eins og þú vinnur með börnum sem eru skemmtilegustu þegnar þessa lands."
Við þökkum Heiðrúnu Sif fyrir þetta stutta spjall og óskum henni góðs gengis í framtíðinni. Við höfum fulla trú á að hún verði öflugur starfsmaður og fyrirmyndar kennari.