Í dag kom Geðlestin í heimsókn með fyrirlestur fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Geðlestin er geðfræðsla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur.
Geðhjálp og Rauði Kross Íslands standa fyrir þessum fyrirlestri og hafa nú farið í um 130 skóla. Þau sem komu til okkar í dag voru Guðný frá Geðhjálp, Ísold frá Rauða Krossinum og Ingólfur Sigurðsson fótboltamaður kom og sagði frá sinni reynslu. Í lokinn kom Emmsjé Gauti og var með tónlistaratriði
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is