Nú er nýlokið hönnunarkeppni Samfés. Stíll er árviss viðburður þar sem ungmenni um allt land keppa í fatahönnun og förðun. Í ár fór keppnin fram í Lindaskóla í Kópavogi en þemað tengt hönnun var geimurinn. Þrjár stöllur úr 10. bekk Grundaskóla kepptu í ár, þær Arina, Kristrún og Helga. Undir öflugri leiðsögn Eyglóar Gunnarsdóttur, textílkennara í Grundaskóla mætti hópurinn vel undirbúinn til keppni. Hópurinn hefur unnið að undirbúningi frá því í október á síðasta ári og sá undirbúningur skilaði bikar í hús. Glæsilegur sigur í Stíl 2022 - hönnunarkeppni Samfés.
Til hamingju með glæsilegan árangur
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is