Í gær var gulur dagur þar sem eldri nemendur skólans buðu þeim yngri upp á andlitsmálningu. Í hádeginu var hátíðarmatur og allir nemendur skólans fengu páskaegg í eftirrétt.
Í dag var síðan stór samsöngur inn á sal þar sem ungir sem aldnir tóku virkan þátt í söngnum.
Grundaskóli óskar ykkur öllum gleðilegra páska.🐣
Njótið samverunnar og sjáumst hress og kát þann 3.apríl.