Góð heimsókn í 3. bekk

3. bekkur fékk góða gesti frá slökkviliðinu í heimsókn.

Þeir, Siggi og Jens,fóru yfir brunavarnir með okkur og mikilvægi þess að vera með reykskynjara. Börnin voru leyst út með gjöfum frá slökkviliðinu, m.a. endurskinmerki, litabækur, buff, bókamerki og fleira. Einnig fengu þau getraun sem þau eiga að svara með foreldrum heima og skila í getraunapott.

Góð fræðsla og áminning um að fara varlega á tímum ljóss og friðar.

Takk fyrir okkur!

Kveðja, 3. bekkur