Góð ráð

Eins og flestir vita þá myndast mikill umferðarhnútur við Grundaskóla þegar um 10% bæjarbúa þurfa að komast að skólanum á sama tíma rétt fyrir kl 8. Sumir eru pirraðir hversu umferðin gengur hægt o.s.frv. 
Við gefum hér góð ráð: Ef mannskapurinn væri 10 mín fyrr á ferðinni væri ekkert vandamál. Það myndi einnig hjálpa mikið að ef farþegum væri hleypt út úr bílum í allri "sleppirennunni" við Víkurbraut en ekki bara við útidyrnar. Þá væru 8 bílar losaðir í einu en ekki einn! Að ganga til og frá skóla er góð heilsurækt. Við hvetjum ökumenn til þess að sýna tillitssemi og beita "rennilás" aðferðinni á gatnamótunum. Þ.e. að hleypa öðrum hvorum bíl inn í röðina.
Að lokum. Þolinmæði og skynsemi er mikil dyggðir.