Föstudaginn 27. nóvember síðastliðinn komu í heimsókn til okkar góðir gestir úr Lionsklúbbnum Eðnu. Þær komu færandi hendi og afhentu skólanum að gjöf tvær kúlusessur. Ragnar Páll Aðalsteinsson, nemandi í 4. bekk, tók við gjöfinni fyrir hönd nemenda í Grundaskóla.
Við erum afar þakklátt Eðnu-konum fyrir þessa frábæru gjöf. Hún mun nýtast vel í skólastarfinu. Nemendur og starfsfólk Grundaskóla óskar þeim alls hins besta í þeirra góða starfi.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is