Grundaskóli mun taka þátt í áttakinu "Göngum í skólann" Því verður hleypt af stokkunum í níunda sinn 9. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn og fullorðna til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla eða vinnu og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Við Grundaskóla starfa nú gangbrautaverðir á öllum helstu gönguleiðum og leiðir til og frá skólanum eru nokkuð öruggar. Við hvetjum alla til þess að taka þátt og aðra vegfarendur að sýna gangandi fólki sérstaka tillitssemi.
Koma svo...Vera með....Göngum í skólann
sjá nánar á slóðinni.: http://www.gongumiskolann.is/
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is