Grundaskólafólk leggur sitt af mörkum í menningardagskrá Vökudaga 2021

Það má með sanni segja að bæði nemendur og starfsmenn Grundaskóla standi þétt á bakvið Vökudaga á Akranesi nú í nóvmbermánuði. Fjöldi listviðburða tengist okkur um allan bæ. Má þar nefna tónleika skólakórsins og Draugahúsið í Hafbjargarhúsinu. Listasýningar í Tónlistaskólanum, á Sólmundarhöfða, í Stúdío Jóka, á veitingastaðnum Grjótinu og versluninni Rammar og Myndir og fleiri stöðum. Þá hafa nemendur skólans farið um með s.k. kærleiksbros og fært bæjarbúum fallegar kveðjur í tilefni Vökudaga.

Við fögnum miklu frumkvæði hjá okkar fólki og samfélagslegri virkni. Við hvetjum jafnframt alla Skagamenn til að njóta saman fjölbreyttrar menningardagskrár, Akranes er okkar.