Grundaskóli auglýsir laus störf almennra starfsmanna

Á heimasíðu Akraneskaupstaðar eru nú auglýst laus störf almennra starfsmanna og iðjuþjálfa í Grundaskóla skólaárið 2016-2017. Þetta varðar störf skólaliða, skólaritara, matráðs og iðjuþjálfa. Umsóknir eiga að berast rafrænt og eru áhugasamir hvattir til þess að sækja um. Síðar í sumar verða svo störf stuðningsfulltrúa auglýst og verður ráðið í þau störf frá og með 15. ágúst næstkomandi.
Grundaskóli er framsækinn og metnaðarfullur skóli sem hefur tæplega hundrað starfsmenn og rúmlega 620 nemendur. Stofnunin vill vera til fyrirmyndar í öllu starfsmannahaldi og er eftirsóknarverður vinnustaður fyrir fólk á öllum aldri.
Sjá nánar á:  http://www.akranes.is/thatttaka/moya/page/laus-storf