Grundaskóli auglýsir laus störf til umsóknar

Er þetta tækifæri lífs þíns?
Við vekjum athygli á auglýsingu um laus störf í Grundaskóla. Á heimasíðu Akraneskaupstaðar er meðal annars auglýst eftir nýjum aðstoðarskólastjóra, tveimur deildarstjórum og nokkrum kennurum. Nú er einstakt tækifæri fyrir vel menntað fagfólk sem hefur metnað og hæfni til að komast í frábæran starfsmannahóp. Skólinn okkar er að stækka og því þurfum við á nýju fólki að halda. Grundaskóli er stór og öflugur skóli en nemendur eru rúmlega sex hundruð í 1.-10. bekk og starfsmenn hátt í eitt hundrað. Við erum í sóknarhug og tökum vel á móti nýju fólki.
Sjá nánar: http://www.akranes.is/thatttaka/moya/page/laus-storf