Síðustu daga hafa nemendur og starfsmenn Grundaskóla unnið að því að koma upp jólaskreytingum í skólanum og gera hann sem glæsilegastan fyrir jólahátíðina. Miðrými skólans er þegar komið í jólabúning og finnst gestum og gangandi rýmið allt hið glæsilegasta. Jólaseríur lýsa upp loftin á göngunum og gefa glæsilega lýsingu. Nú eru aðeins tvær vikur fram að jólaleyfi og þrátt fyrir öflugar sóttvarnir í skólanum er margt á dagskrá hjá öllum árgöngum. Þar má mefna glæsilega leiksýningu hjá 7. bekk, söng skólakórsins, litlu jólin o.m.fl.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is