Grunnskóli og geðheilbrigði - málþing

Fimmtudaginn 26. nóvember n.k. fer fram rafrænt málþing þar sem geðheilbrigði grunnskólabarna með áherslu á kvíða og þunglyndi verður í brennidepli. Það eru nemendur í námskeiðinu Tjáning og samskipti í Háskóla Íslands sem standa fyrir þinginu. Þingið hefst klukkan 10:00 og lýkur 12:00. 

Kvíði og þunglyndi barna hefur færst í aukana undanfarin ár og er vaxandi samfélagsvandamál. Markmiðið með þinginu er að vekja athygli á málefninu. Fagmenn á þessu sviði munu halda erindi ásamt því að ýmis úrræði verða kynnt.

Vegna samkomutakmarkanna verður þingið rafrænt en streymi má nálgast í gegnum Zoom á þessum link:

https://docs.google.com/document/d/1b2NC30qMgJHDJaWZWwen6RkPS-GErRYpu-WZcDzL8y0/edit