Gullskórinn 2015

Grundaskóli leggur mikla áherslu á heilsueflingu og tekur þátt í verkefninu “Göngum í skólann” ár hvert, en verkefnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og fleiri aðila.  Í tengslum það vinnum  við í Grundaskóla ýmis verkefni flest tengd við umferðarfræðslu og hreyfingu.   Eitt af þessum verkefnum er “Gullskórinn”.  En keppnin um hann fór nú fram fyrsta skiptið hjá okkur.  Nemendur voru hvattir til að nota virkan ferðamáta á leið sinni í skólann og stóð talning yfir í 4 daga.  Nemendur voru mjög duglegir að taka þátt.  Frá öðrum bekk og uppúr var  80 % og upp í 95 %  sem nýttu sér virkan ferðamáta á þeim tíma sem keppnin stóð yfir.
Úrslit á hverju stigi:
Unglingastig: 8. bekkirnir
Miðstig: 7. bekkirnir
Yngsta stig: 3. bekkirnir
Það var síðan 3. bekkur sem vann Gullskóinn en nemendur 3. bekkjar komu ofast í skólann "fyrir eigin afli."
Það er von okkar að þó að keppninni sé nú lokið að nemendur og starfmenn haldi áfram að nýta sér virkan ferðamáta.