Gulur, rauður, grænn og bl...

Þegar skortur er á leiktækjum í stórum skóla þurfa nemendur og starfsmenn að vera skapandi og finna lausnir. Í haust brugðu menn á það ráð að mála stigatröppur við miðstigið í mismunandi litum þannig að börnin geta nú leikið hina ýmsu leiki. Einn þessara leikja þekkja margir foreldrar en hann nefnist Gulur, rauður grænn og blár.

Stiginn er vel nýttur í öllum frímínútum og þetta sýnir og sannar enn og aftur að leiktækin þurfa ekki að vera flókin eða dýr í uppbyggingu.