Halló, ég heiti Kóróna

Nú eru margir, ekki síst börn, sem bera með sér ótta vegna Covid 19 smita í samfélaginu. Eins og við höfum rætt um hér á miðlum okkar er vörn okkar fólgin í markvissum smitvörnum og þá helst persónubundnum sóttvörnum. Allir eiga að gæta að hreinlæti s.s. handþvotti og sprittun eftir atvikum. Einnig á að virða fjarlægðarmörk og fullorðnir geta notað mask í margmenni.

Hins vegar er mikilvægt að láta óttann ekki ná völdum heldur vinna á slíku með góðri umræðu og upplýsingum. Mikilvægt er fyrir foreldra að fræða börn sín og fjalla um verkefnið á uppbyggilegan hátt. Við vekjum athygli á fræðsluefninu „Halló, ég heiti Kóróna“ fyrir yngstu nemendurna.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39944/Hall%C3%B3-%C3%89g-er-v%C3%ADrus-covid-19-fr%C3%A6%C3%B0sla-f.-b%C3%B6rn_uppf%C3%A6rt.pdf