Hátónsbarkakeppni Grundaskóla

Miðvikudagskvöldið 25. nóvember kl. 20 verður Hátónsbarkakeppni Grundaskóla haldin á sal skólans. Um er að ræða undankeppni Hátónsbarkans og munu þrír keppenda komast áfram í úrslitin sem haldin verða í næstu viku ásamt Brekkubæjarskóla. Það verða tíu atriði á dagskrá á miðvikudagskvöldið, en alls koma fram 13 sönvarar úr unglingadeild. Þá mun Símon Orri Jóhannsson, fyrrverandi nemandi okkar og sigurvegari í söngvakeppni Samfés á Vesturlandi s.l. vor syngja lag við undirleik Höllu Margrétar Jónsdóttur.
Allir eru velkomnir á Hátónsbarkakeppnina, aðgangur er ókeypis.