Haustfundir í Grundaskóla

Haustfundur yngsta-og miðstigs verður miðvikudaginn 12.september klukkan 18:00.
Haustfundir hefjast í sal Grundaskóla þar sem Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur verður með fyrirlesturinn Ofnotkun netsins og að honum loknum fáið þið kynningu og áherslur á skólastarfi vetrarins með umsjónarkennurum.
Haustfundur fyrir foreldra og aðstandendur nemenda verður mánudaginn 17. september klukkan 18:00 fyrir unglingadeildina.
Dagskráin hefs inn á sal Grundaskóla þar sem Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri flytur stuttan fyrirlestur um nýtt fyrirkomulag sem unglingadeildin er að innleiða varðandi skipulag náms og kennslu. Að því loknu færist fundurinn inn í árgangana þar sem umsjónarkennarar kynna vinnuna í hverjum árgangi fyrir sig. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Hlökkum til að sjá sem flesta.