Haustfundur hjá 5. - 7. bekk á sal skólans 16. september kl. 19:30

Miðvikudaginn 16. september kl.19.30 verður sameiginlegur haustfundur hjá 5.-7. bekk á sal skólans.
Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands verður með fræðsluerindi um einelti og vináttu. Vanda mun miðla af reynslu sinni og þekkingu sem kennari, eineltissérfræðingur, fótboltaþjálfari og móðir, með áherslu á að gefa foreldrum góð ráð um samskipti og vináttu barna. Fyrirlesturinn er klukkutíma langur.
Einnig verður kynnt vinaliðaverkefni sem miðstigið mun taka þátt í á þessu skólaári. Eftir fyrirlesturinn er fundur með umsjónarkennurum hvers árgangs þar sem kynnt eru helstu áhersluatriði vetrarins ásamt umræðum.