Haustfundur í 1. bekk

Fjölmenni sótti haustfund foreldra nýnema í Grundaskóla á þriðjudag.
Skólastjórn og kennarar kynntu dagskrá vetrarins og þjónustu skólans s.s. frístundastarf, matartorg, áherslur o.fl. Framundan er spennandi vetur og ríkti tilhlökkun hjá öllum fyrir komandi verkum og samstarfi. Grundaskóli býður nýnema velkomna í skólann og vonast eftir kröftugu og gefandi samstarfi við foreldra og forráðamenn.