Starfsfólk Grundaskóla tók þátt í heilsubingói sem heilsueflingateymi skólans sá um. Hver og einn fékk bingóspjald og hafði 10 daga til að fylla út í 10 af 14 kössum á spjaldið. Ef þú náðir því fór miðinn þinn í pott og dregnir voru út tveir heppnir hreyfispilarar sem fengu glæsileg verðlaun. Meðal verkefna sem voru á spjaldinu var að fara út að ganga 3 sinnum og hlaupa 3 sinnum, fara sund, stunda hugarþjálfun og önnur spennandi verkefni. Takk fyrir þátttökuna kæra starfsfólk og takk fyrir að styrkja okkur með vinningum Grundaskóli. Þetta var hressandi.
Vinningshafar voru þær Halldóra Andrea heimilisfræðikennari og Bergný stuðningsfulltrúi og óskum við þeim til hamingju.😊
Nú er starfsfólk skólans komið í næsta verkefni sem er hjólað í vinnuna og þar ætlum við að gera okkar besta til að sigra þá keppni.
Áfram Grundaskóli.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is