Dagana 27. - 30. september fer fram keppni milli árganga um Gullskóinn í Grundaskóla.
Verkefnið gengur í stuttu máli út á það að hvetja nemendur til að koma sem flesta daga gangandi, hjólandi eða með strætó í skólann.
Þegar skráningu er lokið þessa 4 daga mun teymið reikna út hlutfallslega miðað við fjölda nemenda í árgangi hver það er sem hlýtur „gullskóinn“. Afhending Gullskósins fer fram á stóra samsöngnum þann 6. október í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.
Eins og áður kemur fram er það á endanum einn árgangur sem vinnur Gullskóinn og hvetjum við starfsmenn til að nýta þetta verkefni sem hópefli innan árganga. Síðan munu sigurvegarar á hverju stigi fá viðurkenningarskjal.
Þessa dagna eru við líka með þemadagar hjá okkur í Grundaskóla tengdir umferðarfræðslu, þemadagarnir kallast „Umferð og hreyfing“ - aukum virkan ferðamáta. Þá vinna allir nemendur 1. – 10. bekkjar að verkefnum sem tengjast umferðarfræðslu.
Hér má sjá gott myndband frá Samgöngustofu um það hvernig best sé að trygga öryggi barna á leið til og frá skóla.
http://www.youtube.com/watch?v=kn9pe7-ZCCo&feature=BFa&list=PL72290C36F00BA2E8&lf=plp
Með kveðju
Heilsueflingarteymi Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is