Nú hafa breytingar verið gerðar á heimasíðu Grundaskóla (www.grundaskoli.is) þannig að með aðstoð google má lesa fréttir og aðrar upplýsingar um skólann á nokkrum tungumálum. Auk íslensku má breyta síðunni yfir á sex erlend tungumál en það eru enska, franska, rússneska, spænska, úkraínska og pólska. Efst á síðunni er valstika sem notendur geta valið sér eitt af þessum tungumálum. Ekki er útilokað að fleiri tungumál bætist við og fer það allt eftir óskum og eftirspurn notenda.
Starfsfólk Grundaskóla reynir að halda uppi góðri upplýsingaveitu í gegnum miðla skólans. Fyrst og fremst hér á Weduc og á heimasíðu skólans. Einnig er völdum fréttum miðlað á facebooksíðu skólans. Ef nemendur eða foreldrar hafa óskir eða ábendingar um hluti sem betur mega fara á þessu sviði þá eru hinir sömu beðnir að koma ábendingum á framfæri við skrifstofu skólans.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is