Þessa dagana vinna bæði kennarar og nemendur að gerð heimildamyndar um söngleiki Grundaskóla. Fjöldi fólks kemur að gerð myndarinnar bæði núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsmenn. Búið er að setja upp sérstakt myndver í skólanum til að taka myndefni og viðtöl. Þessi heimildamynd er vonandi bara upphaf af gróskumikilli kvikmyndagerð í skólanum en skólastjórn hefur lagt áherslu á þennan þátt í starfinu. Það er Margrét Saga Gunnarsdóttir sem verkstýrir þessu skemmtilega verkefni.
Það er virkileg gaman að sjá gamla nemendur Grundaskóla mæta á svæðið og taka þátt í starfinu með okkur. Til dæmis hafa leikarar úr Frelsi (2003), Vítahring (2008) og Úlfur, úlfur (2015) komið inn í verkefnið.
Heimildamyndin er unnin samhliða uppsetningu á söngleiknum Nornaveiðar sem verður frumsýndur eftir um viku. Frábært framtak og mikilvæg skrásetning á merkilegu söng og listastarfi sem er unnið í skólanum. Stefna er á að sýna þessa heimildamynd fyrir skólalok í vor.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is