9. og 10. bekkur fengu lögregluna í heimsókn

Í dag fengu nemendur í 9. og 10. bekk góða heimsókn frá lögreglunni.

Heimsóknin er liður í samfélagslöggæslu en það er forvarnaverkefni lögreglunnar. Fyrirlesturinn var um sakhæfisaldur og vopnaburð.

Nemendur okkar tóku virkan þátt, hlustuðu af athygli og spurðu áhugaverðra spurninga.