Í dag þriðjudaginn 7. maí fórum við í 3. KVH í heimsókn í ÞÞÞ. Ingþór pabbi hennar Þóru tók á móti okkur og sagði okkur frá því sem gert er í fyrirtækinu. Hann sagði okkur líka frá því hvað maður þyrfti að vera varkár í kringum svona stór tæki. Til dæmis þegar farið er yfir gangbraut þá er mikilvægt að bíða eftir að bíllinn stoppi alveg því þeir eru lengi að bremsa fulllestaðir. ÞÞÞ var stofnað árið 1927 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu alveg síðan þá. Við fengum að skoða nýja húsið þeirra þar er allt nýtt og fínt og stór veislusalur og setustofa á efri hæðinni. Niðri er kaffistofan og skrifstofa. Við fengum líka að prófa að fara inn í stóran vörubíl. Hann mátti flytja allt að 49 tonna farm. Kassabílarnir, sem eru með áföstum kassa máttu flytja 8 eða 12 tonn eftir því hvort þeir voru með tvö eða eitt dekkjasett að aftan.
Við fengum að skoða verkstæðið þar sem gert er við alla bílana og sáum rosalega mörg dekk. Því ÞÞÞ á rúmlega 40 farartæki. Okkur þótti líka rosalega merkilegt að sjá einn stærsta trukk landsins. Sem er með krana sem getur lyft 150 tonnum.
Í lokin fengum við djús, kex og kleinur. Við vorum svo leyst út með gjöfum þegar við fórum og fengum hraun og ÞÞÞ penna. Takk kærlega fyrir að taka á móti okkur.
Kveðja 3. KVH
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is