Í morgun hjóluðum við í 2.bekk niður í Brekkubæjarskóla til að hitta vini og jafnaldra okkar þar. Veðrið lék við okkur og vorum við mikið úti við, borðuðum nestið þar og fengum svo að leika í Skóladagvistinni.
Við enduðum síðan á að dansa öll saman Hókí pókí undir stjórn Jóhönnu danskennara og að sjálfsögðu var tekin mynd af öllum árgangnum. Þetta var frábær ferð, ekkert óvænt kom upp á og allir voru til fyrirmyndar. Við þökkum kærlega fyrir okkur og góðar móttökur.
Bestu kveðjur 2.bekkur
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is