3. bekkur er þessa dagana að fara í vinnustaðaheimsóknir til foreldra sinna. Í dag fór einn hópur í heimsókn í verslunina Módel. Þar tók Ragnar, foreldri í hópnum, á móti okkur ásamt Guðna og Hlín. Tekið var mjög vel á móti okkur. Börnin fengu að skoða búðina og spyrja spurninga. Þeim var einnig sýnt hvernig grafa eigi í medalíur og fékk hvert og eitt þeirra að eiga eina slíka. Að lokum vorum við leyst út með veitingum. Börnin voru kurteis og mjög glöð með ferðina.
Takk fyrir okkur Módel!
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is