Heimsókn UngRiff

Fulltrúar á vegum kvikmyndahátíðarinnar UngRIFF komu í heimsókn til okkar 4.október og voru með sýningu fyrir 8.-og 9.bekk í Bíóhöllinni.
Myndin sem var sýnd heitir Lars er LOL og er norsk mynd frá árinu 2023.

Myndin fjallar um Amöndu sem tekst á við áskoranir unglingsáranna þar sem hún vill falla inn í hópinn en verður að velja á milli þess og vináttu hennar við Lars sem er með downs heilkenni. 
Lykilþemu myndarinnar eru félagsleg viðurkenning, sjálfsmynd, vinátta, félagslegur þrýstingur, hugrekki til að vera maður sjálfur, að biðjast fyrirgefningar og fá fyrirgefningu og skilningur og samkennd með fólki með downs heilkenni. 

Sýningin var frábær og voru bæði nemendur og kennarar skólans virkilega ánægðir með myndina. Við þökkum UngRIFF kærlega fyrir heimsóknina!