Hekla María Arnardóttir fréttamaður á Krakkarúv!

Hekla María Arnardóttir nemandi í 7.bekk hefur verið valin úr stórum hópi umsækjenda og mun fá tækifæri til að vera fréttamaður á Krakkarúv.  Um er að ræða verkefni sem tengist Barnamenningarhátið í Reykjavík sem fer fram dagana 19.-24.apríl n.k.
Í þessari viku mun hún meðal annars  fara á fréttanámskeið þar sem hún fær tækifæri til að vinna með þekktum aðilum úr sjónvarpsheiminum eins og Boga Ágústssyni, Ragnhildi Steinunni og Ingólfi Bjarna Sigfússyni.  Við óskum Heklu Maríu til hamingju með þetta tækifæri.