Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt hertar sóttvarnartillögur. Tilhögun skólastarfs getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi. Í Grundaskóla er útfærslan í samræmi við sóttvarnaráætlun en tekur nú mið af hertum reglum stjórnvalda.
Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum:
- Í grunnskólum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk
- Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni, göngum og í matsal er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun. Einnig eiga fjöldatakmarkanir ekki við um frímínútur á skólalóð.
- Nálægðarmörk eru 1 metri milli ótengdra aðila
- Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota andlitsgrímu. Þrátt fyrir þetta eru íþróttir með snertingu áfram heimilar hjá börnum og fullorðnum. Enn fremur eru nemendur í 1. til 4. bekk undanþegin 1 metra reglunni
- Þá er heimilt að víkja frá 1 metra nálægðartakmörkun milli nemenda í grunnskólum þar sem henni verður ekki viðkomið.
- Nemendur í 1. – 10. bekk eru undanþegin grímuskyldu
- Starfsfólk skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun
- Starfsfólki er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum
- Blöndun milli hópa er heimil
- Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur.
- Almennt verður umferð utanaðkomandi aðila takmörkuð innan skólans í sóttvarnarskini.
Við hvetjum alla nemendur, starfsfólk og foreldra til þess að gæta að persónulegum smitvörnum
Við gerum þetta saman.