Hertar sóttvarnir á Jaðarsbökkum tengt sundkennslu

Ákveðið hefur verið að sundlaugin við Jaðarsbakka verði lokuð almenningi frá kl. 8:00-14:00 á meðan sundkennsla nemenda Grundaskóla fer fram a.m.k. næstu tvær vikurnar á meðan óvissa ríkir vegna Covid-19.

Þessi ákvörðun er tekin í ljósi nýrra upplýsinga og til að tryggja sóttvarnir enn frekar en nú er gert. Sundlaugin verður opin almenning á milli 6:00-8:00 og svo eftir kl. 14:00 fram að lokun virka daga, samvkæmt núgildandi sóttvarnareglum.

Vakin er athygli á að hugsanlega þarf að herða eða breyta þessum reglum enn frekar til að tryggja öryggi nemenda og starfsmanna Grundaskóla.