Hjólað í vinnuna - Grundaskóli í 3. sæti

Grundaskóli hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna í mörg ár. Fyrstu árin skráði fólk sig í lið og þá tóku nokkrir þátt á hverju ári og voru mjög duglegir má þar nefna Margréti Þorvaldsdóttur og Leó Jóhannesson sem hjóluðu alltaf í vinnuna allan ársins hring. 
Í dag er það starfsfólk á hverju stigi sem skráir sig til keppni sem lið. Þátttakan er góð af öllum stigum. Af 95 starfsmönnum tóku 66 virkan þátt að þessu sinni.
Síðustu ár eða frá 2011 hefur skólinn verið í sigursæti. Þrisvar sinnum í 1. sæti, tvisvar í 2. sæti og í ár hrepptum við 3. sætið. ÍSÍ veitir verðlaunin og við höfum oftast sent fulltrúa á þá athöfn.
Við höfum undrað okkur á því hversu fáir vinnustaðir á Akranesi eru með í þessu heilsueflandi verkefni. Skorum hér með á vinnustaði á Akranesi að taka þátt á næsta ári. Hvergi er betra að hjóla en hér Skaganum.
Flottur árangur hjá starfsfólki Grundaskóla :-)