Nú hafa skólastjórnendur Grundaskóla óskað eftir liðsinni hollvina varðandi sérstakt átak í upplýsinga- og tæknimálum. Framundan er átak á 35. afmælisári skólans í að bæta tækjakost og efla þjálfun starfsfólks tengt upplýsingatækni. Fyrirhugað er að sameina krafta okkar og sækja fram á tveimur megin sviðum.
Annars vegar að fjárfesta í nýjum spjaldtölvum þannig að Grundaskóli eigi u.þ.b 140 - 150 slík tæki. Endurnýja 10 - 15 borð- eða fartölvur og kaupa 10 skjávarpa þannig að allar kennslustofur umsjónarbekkja skólans hafi slíkan búnað.
Hins vegar er markmið að koma upp sérsniðnum námskeiðum og þjálfun fyrir starfsfólk Grundaskóla þannig að styrkja megi þekkingu og hæfni kennara til að vinna með tölvu- og upplýsingatækni í kennslu.
Hollvinafélag Grundaskóla liggur ekki á liði sínu nú og mun styðja öflugt skólastarf í Grundaskóla hér eftir sem hingað til. Þeir félagar sem eru tilbúnir að leggja málefninu lið á einhvern hátt eru beðnir um að senda einkaskilaboð hér í gegnum síðuna eða hafa beint samband við skrifstofu skólans.
Áfram Grundaskóli :)
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is