Við í Grundaskóla erum ótrúlega dugleg að hreyfa okkur enda vitum við hve hollt og gott það er fyrir líkama og sál.
Í desember er það orðin skemmtileg hefð að vera með hreyfidagatal hjá öllum bekkjum skólans. Þá vinna kennarar og nemendur saman að hugmynd að hreyfiverkefnum og er opnaður einn gluggi á dag í desember og allir gera þá hreyfingu saman.
Fullt af frábærum hugmyndum er verið að vinna með eins og nýta svæðið í kringum skólann í útiveru og leiki. Dans, jóga, stuttar æfingar í skólastofunni og allskonar fleira skemmtilegt.
Hér eru nokkrar myndir frá hugmyndum þessa verkefnis😊
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is