Þá er árlegum hópeflis og húllumhædegi Grundaskóla lokið. Á þessum degi koma allir unglingar saman og keppa í óhefðbundnum íþróttagreinum. Hér reynir ekki bara á keppnisskap og metnað heldur allt eins á samkennd, samvinnu og úthald. Allir bekkir leggja mikla áherslu á sigur og það á ekki síst við 10. bekkinga sem vilja sýna yfirburði sína á lokaári.
Í ár voru það hins vegar "busarnir" í 8. SG sem reyndust öðrum bekkjum sterkari og sigruðu keppnina með glæsibrag. Árgangur 02 ætlar greinilega að láta til sín taka í unglingadeildinni og láta vel finna fyrir sér á fyrsta ári.
Við óskum 8. SG til hamingju með sigurinn. Þau komu best undirbúin til leiks, sýndu samstöðu og kænsku í öllum þrautum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is