Í gær kom Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi í heimsókn og hélt áhugaverðan fyrirlestur um stöðu stjúpforeldra. Það var Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar sem stóð fyrir þessum fundi. Valgerður er formaður félags stjúpfjölskyldna en félagið var stofnað árið 2005. Stjúpfjölskylda er fjölskylda þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna eiga barn eða börn með öðrum aðila eða aðilum.
Á fyrirlestrinum "Hver er í fjölskyldunni - skilnaður og stjúptengsl" ræddi Valgerður um ýmsar hliðar þessara mála. Góð samskipti eru mikilvæg í öllum fjölskyldum og samskiptum en alls ekki sjálfsögð eins og dæmin sýna. Fjölskyldu má líkja við óróa því allar breytingar hafa áhrif á fleiri en einn og fleiri en tvo. Tengslanet okkar er flókið og mikilvægt að allir aðilar sýni tillitssemi. Það er til dæmis flókið mál þegar tveir einstaklingar hefja samband og að mörgu þarf að huga. Þá er oft enn flóknara þegar einstaklingar slíta samvistum og þá reynir ekki síður á að aðilar leggist á eitt að leysa hlutina.
Félag stjúpfjölskyldna býður uppá ókeypis símaráðgjöf við foreldra í síma 588-0850 en einnig er boðið upp á faglega ráðgjafaþjónustu fyrir þá sem þurfa á frekari stuðningi að halda. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins og eru áhugasamir hvattir til þess að kynna sér málin frekar.
Sjá nánar á meðfylgjandi slóð:
http://www.stjuptengsl.is/index.php?option=com_content&view=article&id=120&Itemid=113
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is