Hver er lestrarstefna okkar í Grundaskóla

Lestrarstefna okkar samanstendur af þremur kennsluaðferðum í læsi. það er Það er Byrjendalæsi, Orð af orði og Gagnvirkur lestur. Í þessum aðferðum felast leiðir sem stuðla að árangursríku lestrarnámi í víðum skilningi. Þær miða allar að því að nálgast viðfangsefnin á heildstæðan hátt, efla skapandi vinnu með tungumálið, stuðla að samþættingu við aðrar námsgreinar eða námssvið og samvinnu í námi og leik.


Sameiginlegt lestrarteymi grunnskólanna á Akranesi vann að mótun lestrarstefnunnar í samstarfi við kennara á öllum aldursstigum. Áherslan í vinnuferlinu var á að móta einfalda, nothæfa og skýra lestrarstefnu sem gæfi heildarsýn á lestrarkennsluferlið.

Nánar má kynna sér lestrarstefnu Grundaskóla á meðfylgjandi slóð:

https://issuu.com/akraneskaupstadur/docs/lestrarstefna_grunnsk__la_akraneska/8