Nú nálgast sá tími að innritun í framhaldsskóla hefjist. Nemendur í 10. bekk þurfa þá að gera upp við sig á hvaða námsbraut þeir vilja halda. Flestir nemendur í Grundaskóla fara í Fjölbrautaskóla Vesturlands en einn og einn fer þó í einhvern annan framhaldsskóla.
Þegar nemendur velja sér framhaldsskóla og námsbraut er mikilvægt að kynna sér þær kröfur sem lagðar eru til grundvallar sem og þær áherslur sem eru á viðkomandi námsbraut. Allar nauðsynlegar upplýsingar má finna á heimasíðum hinna ýmsu framhaldsskóla sbr. www.fva.is
Mögum finnst gagnlegt að taka s.k. áhugasviðspróf og geta námsráðgjafar skólans aðstoðað með túlkun og úrvinnslu. Margir valmöguleikar standa nemendum til boða og því ljóst að fyrir marga þeirra er erfitt val fyrir höndum. Með upplýstri ákvörðun og áhuga og metnað að leiðarljósi er þó von að allir okkar nemendur eigi eftir að blómstra í því sem þeir taka sér fyrir hendur.
Hér að neðan má sjá upplýsingar varðandi innritun fyrir nám á framhaldsskólastigi á haustönn 2021:
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is